Þjónusta og ráðgjöf

Starfsmenn InnX búa yfir áratuga reynslu í ráðgjöf á vali á skrifstofuhúsgögnum.

Við einblínum á að vera með birgja sem setja gæði og notendavæn þægindi að leiðarljósi þannig að allir starfsmenn fyrirtækisins geta unnið við góða skrifstofuaðstöðu. Það er einkar mikilvægt að vinnuaðstaða sé sem best fyrir starfsmenn þannig að þeim líði vel við vinnu sína.

Öll skrifborðin okkar eru rafknúin og stillanleg. Skrifborðsstólarnir eru stillanlegir á mismunandi máta og aðstoðum við þig að finna réttu lausnirnar fyrir þig og þitt starfsfólk.