Steelcase | Cobi

Cobi-stóllinn er hannaður til að tryggja þægindi í hópvinnurými og er byggður á hugleiðingum og ábendingum frá fólkinu sem málið varðar mest af öllu.

Sveigjanlega stólsetan örvar hreyfingar og hvetur þig til að skipta um stöðu í stólnum, en það gerir þér kleift að
sitja bæði á sætinu miðju eða til hliðanna. cobi veitir stuðning við margs konar stellingar og sveigjufingurnir í
bakinu styðja við þína líkamsstöðu hverju sinni.

Steelcase | Cobi valkostir

 • Fæst með eða án örmum
 • Teikniborðsstóll (hár stóll) fæst með örmum
 • Hjól fáanleg með harðri eða mjúkri bremsu
 • Setan og bakið getur verið með mismunandi litum
 • Bakstoðin fæst sem: Kókoshvít, ljósbrún, rauðgul, eplagræn, vínrauð, heiðblá, grásvört eða svört
 • Setan fæst sem: Kókoshvít, ljósbrún, rauðgul, eplagræn, vínrauð, heiðblá, grásvört, svört, djúpgul, grá, kóngablá, blá eða fjólublá
 • Cobi fæst með svarti grind/blöðunduðum litum eða hvítri grind / blönduðum litum

Steelcase er eitt stærsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu skrifstofuhúsgagna.

Steelcase er leiðandi í ábyrgð. Steelcase Global Warranty = Ábyrgð í sérflokki

 • 12 ára Steelcase ábyrgð á öllum hreyfanlegum hlutum
 • Lífstíðarábyrgð á sætisskel, ytri bakskel, undirstelli og fóthring
 • 5 ára ábyrgð á áklæði

 

Samanburður|
Bera saman

Lýsing

Cobi stólar fyrir hópvinnu

Fólk notar sífellt meira af tíma sínum í hópvinnu, samstarf við vinnufélaga og mörg okkar hafa reynt á eigin skinni að óþægileg sæti sem sífellt þarf að stilla og laga til eru þreytandi og skerða einbeitinguna. Rannsóknir benda til að þegar unnið er með öðrum á meðan setið er þurfi að nota allt aðrar líkamsstellingar og þess vegna þarf líka allt öðruvísi stól. Þú þarft stól sem gerir þér kleift að hreyfa þig og auðveldar líkamshreyfingarnar, í hvaða stöðu sem þú kýst að nota. Stól sem er jafnvel hægt að stilla til notkunar standandi. Stól sem hjálpar þér að halda fullri einbeitingu á löngum fundum, ráðstefnum eða í kennslulotum.

Þess vegna kynnir Steelcase nú cobi, nýjan stól sem er hannaður fyrir hópvinnu og er hluti af nýjum vöruflokki okkar, hágæðastólum fyrir hópvinnu.

cobi-stóllinn er hannaður til að tryggja þægindi í hópvinnurými og er byggður á hugleiðingum og ábendingum frá fólkinu sem málið varðar mest af öllu.

Hvers vegna Cobi?

 1. Allir hlutar cobi eru hannaðir til að sveigja og laga sig að líkama þínum. Þú
  einbeitir þér betur og situr þægilegar.
 2. Stóllinn styður margs konar líkamsstöðu, hvort sem þú hallar þér aftur á
  bak, hallar þér fram, situr í uppréttri stöðu eða hallar þér til hægri eða vinstri.
 3. Stillingar eru sjálfvirkar og eðlilegar.

Hreyfingar og tilfærslur

Allir hlutar cobi eru hannaðir til að sveigja og laga sig að líkama þínum. Okkur finnst öllum gott að hvíla handleggina á stólunum okkar og sveigjanlegur efri hluti cobi auðveldar þér að gera það – þægilega.

Þægindi í sjálfvirkni

Þegar fólk mætir á fund eða ráðstefnu eru fæstir að velta fyrir sér stólnum sem þeir eiga að sitja á. En allir vilja þægindi og stuðning – helst án þess að þurfa að hugsa sérstaklega um það.

cobi tryggir þér þægindi, með sjálfvirkum stuðningi við fjórar veigamestu líkamsstöðurnar – setið upprétt, hallað
aftur á bak, hallað fram og hallað til vinstri eða hægri. Í cobi er aðeins eitt sem þarf að stilla handvirkt, það er að segja hæð sætisins. Stóllinn sér um allt hitt.

Þyngdarvirkjaður búnaður velur sjálfkrafa bestu stillinguna fyrir þig til að tryggja þægilegt sæti frá byrjun.
Þegar þú sest í cobi í fyrsta skipti greinir stóllinn líkamsþyngd þína og veitir þér hárréttan stuðning, auk þess sem hann velur sjálfkrafa stöðuna sem veldur líkama þínum minnstu álagi. Þegar þú færir þig í sætinu eða hreyfir þig gerir cobi það líka, en þannig hámarkar stóllinn þægindin fyrir þig.

Hæð í setstöðu og hæð þegar staðið er

Hugvitssamleg hönnun cobi gerir að verkum að það er auðvelt að endurstilla hann í hópvinnurými eða fyrir formlega sem óformlega fundi. Ef þú vilt setja upp rými þar sem fólk getur hist og unnið standandi getur cobi líka komið þér
til bjargar.

Þessi lína er með tvenns konar útfærslur: cobi-teikniborðsstólinn og cobi-stólinn.

Áreynslulaus þægindi og sveigjanlegur stuðningur gera cobi að fjölhæfum og frábærum samstarfsaðila í hvers konar hópvinnu.

Árangur cobi í umhverfismálum

Allt frá 1912 hefur Steelcase lagt ríka áherslu á að draga jafnt og þétt úr umhverfisáhrifum tengdum framleiðslu
fyrirtækisins og starfsemi þess um heim allan, með því að leita sífellt nýrra og skilvirkari leiða til að vernda auðlindir, draga úr mengun og efla meðvitund um umhverfismál meðal starfsmanna sinna og viðskiptavina.
Í vöruþróunarferlinu við framleiðslu cobi mátum við alla umhverfisþætti í áföngum vistferilsins: frá öflun efna yfir í framleiðslu, flutninga, notkun og endurnotkun, þangað til endingartíma vörunnar lýkur.

 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Steelcase | Cobi”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…

 • Node Node

  Node

  Vörumerki:
  • Node
  • Node
  • Node
  • Node
  • Node

  Node

  Verð frá 65.900 krónum

  • Hægt að fá með mismunandi aukabúnaði
   • Það getur bæst við aukakostnaður með slíkum auka valmöguleikum
  • Endilega hafðu samband við sölumann í síma 577-1170 eða innx@innx.is

  Node er frábær gesta- og ráðstefnustóll sem er fullkominn líka í hvaða skólarými sem er. Stóllinn er fáanlegur með áföstu borði og með hólfi fyrir neðan sætið svo auðvelt er að skella tösku undir.

  Node stóllinn er fáanlegur í ýmsum litum svo sem gráu, appelsínugulum, svörtu, grænum, túrkís og silfurlitum.

  Auðvelt er að þrífa plastið í Node stólnum

  Hafið samband fyrir nánari upplýsingar innx@innx.is

   

  Frekari upplýsingar
 • Steelcase | SilQ Steelcase | SilQ

  Steelcase | SilQ

  Vörumerki:
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ
  • Steelcase | SilQ

  Steelcase | SilQ

  Verð frá 134.500

  • Hægt er að fá með eða án arma og hjóla hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um mismunandi afbrigði

  Steelcase skapaði SILQ – byltingarkennda hönnun á sætum – með framfarir í efnafræði að leiðarljósi. Nýsköpunin felst bæði í búnaðinum og listfenginu. – verð er háð útfærslu.

  Steelcase | SILQ

  • Stellið fæst í mismunandi grátónum sem og svart og hvítt
  • Hægt að fá mismunandi liti á áklæði
  • Hægt að fá í staðlaðri stærð eða barstólahæð
  • Hæðarstillingar
  • Hægt að fá með eða án arma
  • Hægt að fá á með eða án hjóla

  Steelcase er eitt stærsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu skrifstofuhúsgagna.

  Steelcase er leiðandi í ábyrgð. Steelcase Global Warranty = Ábyrgð í sérflokki

  • 12 ára Steelcase ábyrgð á öllum hreyfanlegum hlutum
  • Lífstíðarábyrgð á sætisskel, ytri bakskel, undirstelli og fóthring
  • 5 ára ábyrgð á áklæði

   

  Frekari upplýsingar